Heimir Freyr van der Feest Viðarsson
Þáttur málstöðlunar í afstöðu sagnar til neitunar í 19. aldar íslensku
― „málsgreinir, sem mjer fannst eitthvert danskt óbragð að“ ―

(The effect of language standardization on the order of finite verb and negation in 19th century Icelandic)

Útdráttur
Í greininni er sjónum beint að afstöðu sagnar í persónuhætti til neitunar í 19. aldar íslensku. Meginreglan í íslensku er sú að persónubeygð sögn sé ævinlega í öðru sæti setninga (S2), í aukasetningum jafnt sem aðalsetningum, og því hefur verið haldið fram að önnur orðaröð kæmi tæplega til greina í málum með ríkulegar beygingar eins og íslensku. Málfræðingar hafa þó bent á að á tímabilinu 1600–1850 hafi verið algengara en nú er að sögnin færi á eftir neitun í aukasetningum (S3) og að ákveðnir textar minni að því leyti á dönsku (Heycock & Wallenberg 2013). Á 19. öld var tekið að amast við slíkri orðaröð og var litið á hana sem dönsk áhrif.

Ný rannsókn á tveimur 19. aldar málsöfnum, blöðum/tímaritum og einkabréfum, styðja niðurstöður fyrri rannsókna hvað útgefna texta varðar. S3-orðaröð er þó algengari í einkabréfum en ætla mætti ef einungis væri um bein dönsk áhrif í (rit)máli menntamanna væri að ræða eins og oft er talið. Eftir 1850 lækkar hlutfall S3 í blöðum og tímaritum frá því að koma fram í u.þ.b. 45% aukasetninga af viðeigandi gerð í það að vera 10-15%. Í einkabréfum helst hlutfall S3 aftur á móti stöðugt og birtist þar í nálægt 10% setninga. Í greininni leitast höfundur við að svara þeirri spurningu hvort lækkandi hlutfall S3-orðaraðar í útgefnum tekstum sé bein afleiðing af vaxandi málstöðlun en ætla má að hennar gæti einkum í ritmáli.

Abstract
The position of the finite verb with regard to e.g. negation, so-called verb movement, has figured prominently in the literature over the past decades. It has been argued that a morphologically rich language such as Icelandic requires verb movement (V2) and that the verb follows negation (V3) only as an exception. However, linguists have pointed out that during the period 1600–1850, such exceptions were more common than today and that the language of certain texts bear a resemblance to the language of a Danish speaker (Heycock & Wallenberg 2013).

A new study of two 19th-century corpora, newspapers/periodicals and private letters of people with various social backgrounds, supports this result in the public texts. However, V3 is more frequent in private letters than expected if characteristic of Danish influence on learned individuals, as often thought. After 1850 the frequency of V3 in newspapers/periodicals drops from around 45% to 10–15%, whereas in private letters V3 is stable around 10%. The question is posed whether the change is due to standardisation but it seems that the drop in frequency precedes efforts to oust V3, e.g. in Lærði skólinn college in Reykjavík. This casts doubt on such a hypothesis but more research is needed.