Jónína Hafsteinsdóttir
Þveit

(The lake name "Þveit")

Útdráttur
Greinin fjallar um uppruna örnefnisins Þveit sem á Íslandi þekkist einungis sem nafn á stöðuvatni í Austur-Skaftafellssýslu. Samsvarandi nafnliður er hins vegar vel þekktur í örnefnum í Skandinavíu og Danmörku, bæði einn sér og sem síðari liður nafns, og hann kemur einnig fyrir í Bretlandi og Frakklandi þar sem voru norrænar byggðir á víkingaöld. Einkum er þessi nafnliður algengur í bæjarnöfnum. Fjallað er um uppruna og merkingu orðsins þveit (og samsvara í öðrum norrænum málum), aldur og útbreiðslu örnefna sem leidd eru af því og mögulegan uppruna íslenska nafnsins. Niðurstaðan er sú að það kunni að eiga rætur í þeirri venju að höggva vakir eða raufar í ísinn vegna vetrarveiða, en merkingin 'rás höggvin í ís' er þekkt úr norskum mállýskum.

Abstract
The topic of the article is the origin of the toponym Þveit, a name of a lake in South-Eastern Iceland but otherwise unknown as a place name in Iceland. The corresponding morpheme is well known in Scandinavia and Denmark, both by itself and as the last part of place names, esp. in the names of (small) farms, and it occurs in place names in earlier viking settlements in Britain and France. The author discusses the meanings of the word þveit and its cognates in modern Scandinavian, the age and distribution of place names derived from it, and the possible origin of the Icelandic name. Her conclusion is that the name may originally derive from the habit of cutting a hole in the ice for fishing, as one meaning of þveit, known from Norwegian dialects, is ‘a channel cut into ice’.