Stephan Elspaß & Konstantin Niehaus
The standardization of a modern pluriareal language.
Concepts and corpus designs for German and beyond

(Málstöðlun á stórum málsvæðum. Hugtök og þróun málheilda fyrir þýsku)

Útdráttur
Lengi vel voru hugtök eins og “einsleitni” og “staðalmálshugmyndafræði” ríkjandi í tengslum við málstöðlun og það leiddi til þess að gögnin sem rannsóknir voru byggðar á einskorðuðust gjarnan við formlegt mál og bókmenntatexta. Á síðustu árum hafa tvær hugmyndir tekið að hreyfa við hefðbundnum viðhorfum til málstöðlunar. Í fyrsta lagi hefur nálgun sem kennd er við málsögu “að neðan” dregið til sín athygli sem nýtt sjónarhorn, ekki bara gagnvart þýsku heldur einnig öðrum germönskum málum (sjá Elspaß, Langer, Scharloth & Vandenbussche 2007). Í rannsóknum innan þessa fræðilega ramma er áhersla lögð á söguleg gögn sem endurspegla talmálsleg einkenni, einkum texta sem skrifaðir voru af fólki úr lægri lögum þjóðfélagsins, í þeim tilgangi að leiða í ljós breytingar og/eða samhengi í málsögunni sem áður höfðu ekki komið fram. Í öðru lagi hefur líkan sem gerir ráð fyrir mörgum svæðum (fremur en einum kjarna) fengið útbreiðslu, einkum með tilliti til “stórra” mála eins og þýsku. Í greininni er gerð grein fyrir skipulagi málheilda sem tekur tillit til beggja þessara hugmynda við athuganir á stöðlunarferlinu og leitast er við að sýna að rannsóknir sem byggjast á stærri og jafnvægari málheildum geta styrkt grundvöll athugana á málstöðlun.

Abstract
In recent years, two concepts have begun to challenge traditional approaches to language standardization. Earlier concepts were often dominated by ideologies such as ‘homogeneism’ and the ‘standard language ideology’, resulting in a limitation to corpora of mostly formal or literary texts in subsequent studies. Firstly, the language history ‘from below’ approach has attracted attention as an alternative view, not only for German, but also for other Germanic languages (cf. Elspaß, Langer, Scharloth & Vandenbussche 2007). Studies in this theoretical strand focus on historical sources of conceptually oral language, preferably written by members of the lower strands of the societies, in order to trace hitherto overlooked changes and/or continuities in language histories. Secondly, with respect to ‘big’ languages such as German, a pluriareal (rather than a monocentric) model has become widely accepted. In this paper, we present a corpus design which accounts for both new concepts in the study of standardization processes and try to demonstrate that research based on bigger and accordingly balanced corpora can strenghten the foundations of studies on language standardization.