Vanessa Isenmann
Insight into computer-mediated communication as a new variety of written Icelandic

(Um tölvusamskipti sem nýtt afbrigði af íslensku ritmáli)

Útdráttur
Á undanförnum árum hefur þróast á Íslandi eins og víða annars staðar sýndarveruleiki til hliðar við raunveruleikann og í gagnkvæmum tengslum við hann. Internetið hefur vaxandi áhrif á líf Íslendinga með þeim samskiptamöguleikum sem það býður upp á. Aukið mikilvægi samskipta gegnum rafræna miðla hvetur til rannsókna á málnotkun við nýjar aðstæður. Því hefur verið haldið fram að netsamskipti (e. computer-mediated communication, CMC), þ.e.a.s. (gagnvirk) samskipti með stafrænum rafeindatækjum eins og tölvum og símum, samræmist ekki venjulegum viðmiðum ritmálsins þar sem málnotkunin lagi sig að nýjum möguleikum og takmörkunum. Markmið greinarinnar er að gefa innsýn í íslensk netsamskipti. Athugunin byggist á safni færslna úr virkum Facebook-hópi og valin dæmi úr efninu varpa ljósi á ýmis einkenni slíkra samskipta á íslensku. Meðal þeirra eru einkenni sem gjarnan eru tengd talmáli svo sem ensk lán, bæði stök orð og frasar, og upphrópanir. Einnig birtast einkenni sem endurspegla aðferðir til þess að koma til skila í riti hljómrænum og myndrænum þáttum munnlegra tjáskipta, t.d. tónfalli, áherslum og svipbrigðum, auk atriða sem spretta af þörf á að einfalda og flýta fyrir ritun. Þar sem margir þessara þátta víkja frá því sem hefur tíðkast í ritmáli almennt er því haldið fram að netsamskipti leiði til nýs afbrigðis af ritaðri íslensku.

Abstract
During the last years in Iceland as in many other parts of the world, a virtual reality has developed which interacts with the real one. The Internet, in its opportunities to connect and communicate, increasingly influences the lives of Iceland’s inhabitants. The constantly increasing importance of communication “online” is a new testing ground for the use of the Icelandic language. Computer-mediated communication (CMC), that is (interactive) communication through (digital) electronic devices, has been claimed to differ from standard writing norms as language adjusts to new possibilities and limitations. This paper therefore aims to provide an initial insight into Icelandic CMC. Based on a corpus of an active Facebook group, examples will be presented to show significant features of Icelandic CMC including elements associated with spoken language, such as English borrowings and interjections, compensation strategies for visual and prosodic elements of communication, as for example written prosody and emoticons, as well as spelling facilitations such as writing without diacritics. As these features deviate from previous writing outside the digital medium, this paper argues for CMC as a new variety of written Icelandic.